[sam_zone id=1]

Völsungur með sterkan sigur á Aftureldingu í Mizunodeild kvenna

Einn leikur fór fram í Mizunodeild kvenna í dag en þar mættust Völsungur og Afturelding og fór leikurinn fram í Húsavík.

Bæði lið höfðu spilað tvo leiki í deildinni fram að þessum, Völsungur hafði tapað báðum sínum leikjum á meðan Afturelding hafði sigrað báða sína leiki.

Afturelding byrjaði leikinn betur og tóku fyrstu hrinu nokkuð örugglega 25-14. Leikurinn var hinsvegar nokkuð kaflaskiptur því að Völsungur tók hrinu tvö einnig nökkuð örugglega 25-14. Þriðju hrinu tók svo Afturelding 25-19 og Völsungur þá fjórðu 25-21. Oddahrinann var svo æsispennandi og endaði að lokum með sigri Völsungs 15-13.

Völsungur nælir sér því í mikilvæg tvö stig á meðan liðsmenn Aftureldingar geta verið svekktar með eitt stig úr leiknum. Stigin tvö hjá Völsungi geta reynst þeim mikilvæg í baráttu um efstu 4 sætin en töpuð stig hjá Aftureldingu gætu reynst þeim dýrkeypt undir lok tímabils.

Stigahæst í leiknum var Sladjana Smiljanic leikmaður Völsungs með 18 stig. Næst á eftir henni kom Haley Hampton leikmaður Aftureldingar með 17 stig.