[sam_zone id=1]

Vestri og Þróttur F. með sigur

Það voru tveir leikir í Úrvalsdeild karla í dag.

Fyrri leikur dagsins var í Ísafirði en þar voru KA menn í heimsókn. KA hafði byrjað tímabilið nokkuð vel en þeir höfðu unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum á meðan Vestri hafði átt aðeins erfiðari byrjun og var enn að leita að sínum fyrsta sigri.
Fyrsta hrinan var hnífjöfn og var ljóst frá byrjun að við áttum von á hörkuleik. Bæði lið sýndu góða takta og þrátt fyrir smá óstöðugleika frá báðum liðum þá var aldrei mikill munur á liðunum, það þurfti því upphækkun í fyrstu hrinunni en þar voru heimamenn sterkari og unnu 29-27. Vestri héldu svo áfram að pressa á KA í annari hrinunni og voru miklu betra liðið á vellinum í þeirri hrinu en þeir unnu hana 25-15.
Það stefndi því allt í þægilegan sigur hjá Vestra en KA neituðu að gefast upp og fundu taktinn í þriðju hrinunni, þeir spiluðu mjög vel í þessari hrinu og unnu hana nokkuð örugglega 25-18.
Síðasta hrinan var einnig nokkuð jöfn framan af en í lokinn voru það Vestri sem voru sterkari og unnu hrinuna 25-19 og þar með leikinn 3-1.
Vestramenn eru því komnir í blað í deildinni í ár en KA eru enn um miðja deild.

Seinni leikur dagsins var svo leikur Þróttara liðana en Þróttur V. var í heimsókn í Neskaupstað. Þetta var svipuð staða og í fyrri leiknum en Þróttur F. hafa farið ágætlega af stað í ár á meðan Þróttur V. var að leita að sínum fyrsta sigri.
Það voru heimamenn sem fóru betur af stað í þessum leik en þeir unnu fyrstu tvær hrinurnar nokkuð þægilega 25-17 og 25-20.
Þróttur V. gáfust samt ekki upp og spiluðu vel í þriðju hrinunni, hrinan var nokkuð jöfn en í þetta skiptið voru þar Þróttur V. sem að voru sterkari og unnu hrinuna 25-22.
Þá sögðu samt heimamenn hingað og ekki lengra, skiptu um gír og kláruðu fjórðu hrinuna örugglega 25-16 og þar með leikinn 3-1.
Þróttur F. styrkir stöðu sína í þriðja sætinu en Þróttur V. sitja en á botninum án stiga.

Bæði þessi lið mætast síðan aftur á morgun áður en þau fá smá pásu.