[sam_zone id=1]

Verður Íslendingaslagur um helgina?

Um helgina fer fram CEV Continental Tour í strandblaki í Edinborg í Skotlandi þar sem Ísland mun tefla fram tveimur liðum. Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir mynda eitt lið og Thelma Dögg Grétarsdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir mynda annað.

Mótinu er skipt upp í fjóra riðla með þremur liðum í hverjum riðil. Það lítur allt út fyrir að Berglind og Elísabet verði í riðil B á meðan Thelma og Jóna verði í riðil A. Riðlarnir verða spilaðir á föstudaginn og laugardaginn en tvö lið komast upp úr hverjum riðli. Átta liða úrslitin verða spiluð á laugardaginn og sunnudaginn, fjögurra liða úrslitin á sunnudaginn og úrslitin sjálf einnig á sunnudaginn.

Nokkur sterk lið eru á mótinu en þar má helst nefna Beattie/Coutts frá Skotlandi og Keefe/Tucker frá Englandi. Líklegt er þó að bæði íslensku liðin munu enda mjög ofarlega. Allir fjórir íslensku leikmennirnir eru þekktar íslenskar landsliðskonur og gríðarlega sterkar í blaki og strandblaki.

Berglind og Elísabet 

Berglind og Elísabet hafa byrjað sumarið af miklum krafti. Þær hafa spilað í dönsku strandblaksmótaröðinni og hafa þær unnið öll þrjú mótin sem þær hafa tekið þátt í í sumar. Þær eru með 320 alþjóðleg stig og eru þær næst stigahæstar á mótinu. Eftir mótið munu þær taka þátt í nokkrum World Tour mótum, þar er helst að nefna mót í Búlgaríu 5.-8. júlí, Belgíu 15.-18. júlí, Búlgaríu 22.-25. júlí, Tékklandi19.-22. ágúst, og Brno 26-29. ágúst.  Berglind og Elísabet hafa spilað saman í mörg ár og stefna á Ólympíuleikana 2024.

Hægt er að fylgjast með Berglindi og Elísabetu hér:

Facebook

Jóna og Thelma

Jóna og Thelma eru nýtt lið og er þetta fyrsta mótið þeirra í sumar. Eftir þetta mót fara þær til Búlgaríu að keppa á einnar stjörnu World Tour móti. Þær munu eyða restini af sumrinu á Ítalíu þar sem þær munu æfa og keppa í ítölsku deildinni. Jóna og Thelma stefna einnig á Ólympíuleikana 2024.

Hægt er að fylgjast með Jónu og Thelmu hér:

Facebook

Instagram

 

Hægt er að fylgjast með úrslitum hér.

Blakfréttir.is munu fylgjast með mótinu og láta vita ef hægt er horfa á leikina í beinni útsendingu.