[sam_zone id=1]

Valþór Ingi áfram þjálfari ASV Elite

Valþór Ingi Karlsson verður aðalþjálfari kvennaliðs ASV Elite tímabilið 2020-2021.

Þrátt fyrir að vera einungis 23 ára verður þetta þriðja tímabil Valþórs í þjálfarateymi liðsins og hans annað sem aðalþjálfari.

Valþór náði frábærum árangri með ungt lið ASV Elite á síðasta tímabili þar sem liðið endaði í fimmta sæti deildarinnar og fékk silfrið í bikarnum eftir úrslitaleik við Holte IF.

Honum til aðstoðar verður Simon Kamp Danielsen, líkt og síðasta tímabil, en hann hefur einnig verið tölfræðingur hjá kvennalandsliði Danmerkur.