[sam_zone id=1]

Valgeir í Aftureldingu

Afturelding halda áfram að styrkja sig en í vikunni gekk Valgeir Valgeirsson til liðs við Aftureldingu. Valgeir kemur frá Álftanesi en hann hefur spilað með þeim undanfarin tímabil.

Valgeir sem er 32 ára gamall er þrautreyndur blakmaður, hann hefur leikið með HK, KA og Þrótti Nes hingað til á ferlinum og hefur því komið víða við.
Valgeir hefur leikið 30 landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika með strandblakslandsliðinu á smáþjóðaleikunum í San Marínó.

Það er því ljóst að þetta er mikill styrkur fyrir Aftureldingu sem ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.