[sam_zone id=1]

Valens Torfi til Ikast

Valens Torfi Ingimundarson heldur til Danmerkur í haust þar sem hann mun leika með liði Ikast.

Valens Torfi hefur leikið með liði HK undanfarin tvö tímabil og í vetur var hann oftar en ekki í byrjunarliði liðsins. Valens er kantsmassari en getur einnig leyst stöðu díó.

Í haust gengur Valens til liðs við Ikast sem er í næstefstu deild Danmerkur. Liðið teflir iðulega fram ungum leikmönnum enda er íþróttamenntaskóli starfræktur í bænum Ikast, þar sem að liðið æfir og leikur sína heimaleiki. Ísland hefur í ófá skipti sent unglingalandslið til leiks á Norðurlandamót í Ikast og bætist Valens í hóp ungra og efnilegra danskra leikmanna sem spila þar.

Blakfréttir óska Valens Torfa góðs gengis í þessu ævintýri hans í Danmörku.