[sam_zone id=1]

Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í 1.umferð undankeppni karla og kvenna fyrir Evrópumótið 2019 en bæði lið leika tvo heimaleiki í ágúst og einn í janúar.

Íslensku liðin hefja leik 15.ágúst á útivelli en karlalandsliðið heldur til Slóvakíu á meðan kvennalandsliðið heldur til Belgíu.

Bæði lið tóku þátt í 1.umferð undankeppni Heimsmeistaramótsins síðasta sumar og var það í fyrsta skipti sem liðin tóku þátt í 1.umferð og mættu liðin nokkrum af sterkustu liðum heims. Karlarnir spiluðu á móti Frakklandi, Þýskalandi, Tyrklandi og Azerbaijan og konurnar spiluðu á móti Serbíu, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Kýpur.

Undankeppnin í ár verður því framhald af uppgangi liðanna og verður gaman að sjá stórar þjóðir koma til landsins og spila á móti Íslandi í Digranesi.

Svona lítur leikjaplan liðanna út:

KK

15.08.18 , 18:00 Slóvakía – Ísland
19.08.18 , 18:00 Ísland – Moldóva , Digranes
22.08.18 , 17:00 Svartfjallaland – Ísland
26.08.18 , 18:00 Ísland – Svartfjallaland , Digranes

KVK

15.08.18 , 20:30 Belgía – Ísland
19.08.18 , 15:00 Ísland – Slóvenía, Digranes
22.08.18 , 19:00 Ísrael – Ísland
26.08.18 , 15:00 Ísland – Ísrael , Digranes

Bæði lið leika svo tvo leiki í janúar, einn heimaleik og einn útileik.

 

Leikmannahóp karlalandsliðsins má sjá hér.

Leikmannahóp kvennalandsliðsins má sjá hér.