[sam_zone id=1]

U-17 stúlkna spilar um gullið

U17 ára landslið stúlkna leikur á morgun um gull á NEVZA móti U17 ára liða sem haldið er í Ikast í Danmörku, þetta varð ljóst eftir 3-0 sigur Íslands á Noregi fyrr í dag.

Íslensku stelpurnar mættu þeim norsku í dag og unnu þær íslensku nokkuð þægilegan sigur 3-0 (25-20, 25-12, 25-20) og tryggðu sér þar með annað sæti í riðlinum og mæta þær því Danmörku í úrslitaleik á morgun. Leikurinn hefst kl 11:30 að íslenskum tíma.

Frábær árangur hjá íslensku stelpunum en þær fá tækifæri til að hefna fyrir 3-0 tap gegn danska liðinu í gær.