[sam_zone id=1]

Tvöfaldur sigur í Svíþjóð

Jóna og Tinna Rut áttu báðar leik með liðum sínum í Svíþjóð um helgina og er skemmst frá því að segja að þær unnu báðar sína leiki í gær.

Hylte/Halmstad mætti Gislaved á útivelli, en Hylte/Halmstad hafa verið óstöðvandi í vetur og ekki enn tapað leik í deildinni. Það breyttist ekki í gær og þrátt fyrir að Gislaved hafi staðið í toppliðinu í fyrstu hrinu sem endaði 25-19 áttu þær ekki möguleika eftir það.
Hylte/Halmstad gengu á lagið og völtuðu yfir heimakonur í næstu tveim hrinum sem enduðu 25-9 og 25-14.
Hylte/Halmstad unnu því leikinn þægilega og eru enn ósigraðar á toppi deildarinnar.

Jóna Guðlaug var sem fyrr í byrjunarliði Hylte/Halmstad og átti hún góðan leik þar sem hún skoraði 10 stig fyrir sitt lið.

Lindesberg hafa ekki átt eins góðu gengi að fagna í sænsku deildinni í vetur en fyrir leikinn höfðu þær einungis unnið tvo leiki og sátu í neðsta sæti deildarinnar.

Þær mættu þó ákveðnar til leiks á heimavelli í dag og sýndu mikla baráttu sem skilaði sigri í fyrstu hrinunni 25-23. Eitthvað voru gestirnir lengi í gang í annari hrinunni því að Lindesberg völtuðu yfir gestina 25-14 og komnar í góða stöðu í leiknum.
Þriðja hrinan var hnífjöfn eins og sú fyrsta og ljóst að bæði lið ætluðu að gefa allt sitt í leikinn. Það voru þó heimakonur í Lindesberg sem voru sterkari á lokakaflanum og unnu 25-23 sigur og þar með leikinn 3-0.

Sigurinn lyftir Lindesberg upp úr botnsætinu í fyrsta skipti í vetur og hafa þær verið að spila betur eftir því sem líður á timabilið.
Tinna Rut kom ekki við sögu í leiknum í dag.

Nánari upplýsingar má finna hér.