[sam_zone id=1]

Tromsø með sigur

Tromsø lið landsliðsmannana Kristjáns og Mána lék í gær gegn Askim. Fyrirfram var búist við frekar auðveldum sigri Tromsø enda þeir að berjast á toppnum á meðan Askim er rétt fyrir ofan botnsætið.

En það hefur hugsanlega verið einhver ferðaþreyta í Tromsøliðinu því að þeir byrjuðu leikinn ekki vel og unnu Askim fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 25-21.
En ef að það hefur verið einhver ferðaþreyta í fyrstu hrinunni þá var hún alveg farinn í þeirri næstu því að Tromsø rústuðu henni og voru meðal annars yfir 10-1 en þeir enduðu svo á að vinna hrinuna 25-9.
Þriðja hrinan var svo öllu jafnari og léku bæði lið vel en Tromsø var alltaf aðeins á undan og náðu að klára þessa hrinu 25-22.
Fjórða hrinan var síðan sú jafnasta af öllum en það hafði gengið vel hjá Tromsø hingað til að hægja á Askim með góðum blokkum og síðan voru Tromsø menn mun sterkari í gegnum miðjuna, þessi uppskrift hélt áfram að virka framan af og voru Tromsø menn í góðri stöðu 20-16 yfir. Askim neituðu að gefast upp og náðu að jafna 24-24, það var svo gríðarleg spenna það sem eftir lifði leiks en bæði lið fengu möguleika á að vinna hrinunna en það voru svo Tromsø menn sem að skoruðu síðasta stigið og unnu hrinuna 34-32 og þarmeð leikinn 3-1.

Mikilvæg 3 stig í hús hjá Tromsø í baráttunni um að enda í einu af þremur efstu sætunum sem að gefur beina leið í undanúrslitin.
Kristján og Máni léku báðir allan leikinn fyrir Tromsø og stóðu sig vel en Kristján skoraði 11 stig en Máni stjórnaði spilinu mjög vel allan leikinn og bætti sjálfur við 7 stigum.