[sam_zone id=1]

Tinna Rut til Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar tilkynnti í gær um nýjan leikmann kvennaliðs félagsins.

Á dögunum samdi Astrid Ericsson við Aftureldingu um að leika með liðinu á næsta tímabili og nú hefur liðið bætt við sig öðrum leikmanni. Tinna Rut Þórarinsdóttir, sem hefur leikið með Þrótti Fjarðabyggð og sænska liðinu Lindesberg, mun einnig leika með Aftureldingu tímabilið 2021/22.

Tinna Rut, sem er 21 árs gömul, er kantsmassari og kemur til með að styrkja Mosfellinga töluvert á komandi tímabili þegar liðið reynir að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá því í vor.

Karlalið félagsins hefur einnig fengið til sín nýjan liðsmann en Kristinn Rafn Sveinsson kemur til Aftureldingar frá Álftanesi. Kristinn hefur leikið sem miðjumaður og er dýrmæt viðbót í fámennan leikmannahóp karlaliðs Aftureldingar.