[sam_zone id=1]

Tinna Rut semur við Lindesberg

Tinna Rut Þórarinsdóttir hefur samið við lið Lindesberg sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni.

Tinna Rut er uppalin í Neskaupstað og hefur verið öflug í liði Þróttar, þá sérstaklega síðustu tvö keppnistímabil. Tinna hefur nú skrifað undir samning hjá liði Lindesberg Volley í úrvalsdeild Svíþjóðar og mun leika með liðinu tímabilið 2020-21.

Lið Lindesberg lauk keppni í 6. sæti úrvalsdeildarinnar í vor áður en keppni var hætt. Alls leika 11 lið í deildinni og liðið er því nokkuð sterkt. Annar Þróttari úr Neskaupstað leikur fyrir í sænsku úrvalsdeildinni en Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir lék með liði Hylte/Halmstad á síðasta tímabili. Lið Hylte fékk bronsverðlaun í deildarkeppninni.

Myndir fengnar af Facebook-síðu Blakdeildar Þróttar Neskaupstað