[sam_zone id=1]

Tinna Rut og Jóna Guðlaug á fullu í Svíþjóð

Þrátt fyrir að ekkert blak hafi verið leikið á íslandi síðasta mánuðinn gildir ekki það sama um nágrannalönd okkar þar á meðal Svíþjóð.
Þar er blaktímabilið í fullum gangi og hefur verið frá því í byrjun október.
Í ár erum við íslendingar með tvo fulltrúa í sænsku kvennadeildinni en Jóna Guðlaug leikur enþá með liði Hylte/Halmstad á meðan Tinna Rut er á sínu fyrsta tímabili í deildinni og leikur með liði Lindesberg.

Liðin fara þó ólíkt á stað þetta tímabilið en lið Hylte/Halmstad sem hefur verið eitt besta lið svíþjóðar síðustu ár hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og trónir á toppnum með sex sigra í fyrstu sex leikjum sínum.
Jóna Guðlaug hefur þó ekki verið að byrja mikið af leikjum liðsins vegna meiðsla sem hún er að jafna sig á og aðalega komið inn af bekknum, hún hefur þó verið að fá meira af tækifærum til að koma sér í gang upp á síðkastið og hefur verið að nýta þau vel.

Ekki hefur gengið eins vel hjá liði Tinnu, Lindesberg en þær hafa tapað fjórum fyrstu leikjum sínum og verma botnsæti deildarinnar þar sem þær hafa einungis unnið eina hrinu. Tinna Rut hefur þó verið að fá tækifæri í liðinu og hefur hún byrjað alla leiki liðsins til þessa.

Næstu leikir liðanna eru í þessari viku, lið Lindesberg á leik á morgun gegn liði Örebro á útivelli. Bæði lið leika síðan um helgina og verður gaman að sjá hvort Hylte/Halmstad haldi áfram á sigurbraut og hvort að fyrsti sigur Lindesberg komi í vikunni.

Nánari upplýsingar um deildina má finna hér.