[sam_zone id=1]

Tinna Rut er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2020

Tinna Rut Þórarinsdóttir var í dag útnefnd íþróttamaður Fjarðabyggðar árið 2020.

Tinna Rut leikur nú með liði Lindesberg í sænsku úrvalsdeildinni en þangað til í vor lék hún með uppeldisfélagi sínu, Þrótti Neskaupstað. Tinna samdi við lið Lindesberg í vor og hefur leikið stórt hlutverk hjá liðinu það sem af er tímabilinu 2020/21. Þórarinn Örn Jónsson, sem nýlega var valinn íþróttamaður Þróttar Nes, var einnig tilnefndur til íþróttamanns ársins í Fjarðabyggð. Frekari umfjöllun um valið má finna með því að smella hér.

Blakfréttir óska Tinnu Rut innilega til hamingju með titilinn og óska henni góðs gengis á komandi ári.