[sam_zone id=1]

Þrír leikmenn til liðs við HK

Þrír leikmenn hafa skrifað undir samninga hjá karlaliði HK en tveir þeirra snúa aftur eftir stutta fjarveru.

Leikmennirnir þrír sem um ræðir eru Magnús Ingvi Kristjánsson, Bergur Einar Dagbjartsson og Ingólfur Waage Jónsson. Magnús og Bergur hafa lengi vel leikið með HK en Magnús gekk til liðs við Álftanes síðasta haust og lék með þeim á síðasta tímabili. Magnús leikur helst sem kantsmassari. Bergur Einar lék lengi með HK en hefur ekki spilað í Mizunodeildinni undanfarin tímabil. Hann spilar sem kantsmassari eða díó og veitir liðinu sveigjanleika eftir að Bjarki Benediktsson gekk til liðs við Fylki.

Ingólfur Waage Jónsson kemur til liðsins frá Höfn þar sem hann hefur leikið með Sindra. Ingólfur er miðjumaður og verður góð viðbót við þá sem þar voru. Fyrsti leikur HK á tímabilinu 2020/21 er settur gegn Álftanesi þann 18. september og er það jafnframt fyrsti leikur Mizunodeildar karla þetta tímabilið.