[sam_zone id=1]

Þórarinn Örn er íþróttamaður Þróttar 2020

Þórarinn Örn Jónsson hefur verið valinn íþróttamaður Þróttar Nes árið 2020.

Þórarinn Örn er fyrirliði karlaliðs Þróttar Neskaupstað en liðið varð deildarmeistari í vor. Þetta var fyrsti titill Þróttar Nes í karlaflokki í blakinu og nú á dögunum var Þórarinn útnefndur blakmaður Þróttar Nes fyrir árið 2020. Fyrr í dag var tilkynnt um valið á íþróttamanni félagsins og varð Þórarinn Örn fyrir valinu þar.

Auk þess að hafa unnið sögulegan titil með liði Þróttar Nes var Þórarinn í stóru hlutverki með A-landsliði Íslands í síðustu verkefnum liðsins. Hann lék með liðinu á Evrópumóti Smáþjóða sem fór fram í Færeyjum í lok árs 2019 og var svo einn besti leikmaður Íslands á Novotel Cup í janúar 2020. Þar vann Ísland frábæran sigur gegn Skotlandi og lauk keppni í 3. sæti. Þórarinn hefur því verið sérstaklega öflugur undanfarið ár og er vel að þessum titli kominn.

Mynd fengin af Facebook síðu Þróttar Neskaupstað.