[sam_zone id=1]

Tékkland sendi Ólympíumeistarana heim

Nú er 16-liða úrslitunum lokið á EM karla en farið er beint í 8-liða úrslitin strax í dag.

Á laugardaginn hófust 16-liða úrslitin á EM karla en einnig var leikið á sunnudag og mánudag. Mikið var um jafna og spennandi leiki en það sem stóð upp úr var óvæntur sigur Tékklands á Frakklandi. Heimamenn í Tékklandi slógu nýkrýnda Ólympíumeistara Frakklands út með frábærri frammistöðu og eru nú komnir alla leið í 8-liða úrslit.

Liðin fá ekki mikinn tíma á milli leikja en 8-liða úrslitin hefjast í dag með tveimur leikjum. Holland mætir Serbíu í fyrri leik dagsins en síðan mætast stórlið Rússlands og Póllands. Á morgun fara svo hinir tveir leikirnir fram þegar Ítalía mætir Þýskalandi og Tékkland mætir Slóveníu. Fyrri tveir leikirnir fara fram í Póllandi en seinni tveir í Tékklandi. Undanúrslit og úrslit fara svo fram í Póllandi.

16-liða úrslitin

Rússland 3-1 Úkraína (22-25, 25-16, 25-22, 25-22). Egor Kliuka var stigahæstur í rússneska liðinu með 21 stig en Dmitrii Volkov bætti við 14 stigum. Yurii Semeniuk skoraði 14 stig fyrir Úkraínu en næstir komu Dmytro Viietskyi og Oleh Plotnytskyi með 11 stig hvor.

Pólland 3-0 Finnland (25-16, 25-16, 25-14). Wilfredo Leon skoraði 14 stig og Bartosz Kurek kom næstur með 11 stig fyrir Pólland. Í liði Finnlands var Antti Roinkanen stigahæstur með 7 stig og Joonas Jokela skoraði 6 stig.

Ítalía 3-0 Lettland (25-14, 25-13, 25-16). Daniele Lavia skoraði 13 stig fyrir Ítalíu og Giulio Pinali bætti við 9 stigum. Kristaps Smits skoraði 7 stig fyrir Lettland sem átti afar erfitt uppdráttar í leiknum.

Simone Giannelli fer fyrir liði Ítalíu sem hefur komið skemmtilega á óvart með ungt en öflugt lið.

Holland 3-2 Portúgal (22-25, 25-22, 26-24, 20-25, 15-13). Nimir Abdel-Aziz átti magnaðan leik og skoraði 37 stig fyrir Holland en næstur kom Gijs Jorna með 15 stig. Stigaskorið var mun dreifðara í liði Portúgals en Alex Ferreira skoraði 16 stig og Filip Cveticanin bætti við 15 stigum.

Þýskaland 3-1 Búlgaría (25-14, 18-25, 25-19, 25-22). Moritz Karlitzek skoraði 19 stig fyrir Þýskaland en næstur kom Gyorgy Grozer með 17 stig. Tsvetan Sokolov og Aleks Grozdanov skoruðu 8 stig hvor fyrir Búlgaríu.

Serbía 3-2 Tyrkland (25-18, 22-25, 22-25, 25-23, 15-12). Kantsmassararnir sáu um stigaskorið fyrir Serbíu en Uros Kovacevic skoraði 18 stig og Marko Ivovic skoraði 15 stig. Adis Lagumdzija var stigahæstur í liði Tyrklands með 20 stig og næstur kom Yigit Gulmezoglu með 16 stig.

Slóvenia 3-1 Króatía (25-20, 25-18, 19-25, 25-12). Klemen Cebulj skoraði 13 stig fyrir Slóveníu en Toncek Stern og Alen Pajenk bættu við 11 stigum hvor. Leo Andric átti flottan leik fyrir Króatíu og skoraði 21 stig, þar af 9 úr uppgjöf.

Frakkland 0-3 Tékkland (22-25, 19-25, 32-34). Jean Patry skoraði 20 stig fyrir Frakkland og Earvin N’Gapeth kom næstur með 12 stig. Jan Hadrava var stigahæstur í liði Tékklands og Lukas Vasina bætti við 15 stigum.

Viðureignir 8-liða úrslita

Þriðjudagur 14. september   15:30       Holland – Serbía

Þriðjudagur 14. september   18:30       Pólland – Rússland

Miðvikudagur 15. september   14:00    Ítalía – Þýskaland

Miðvikudagur 15. september   17:00   Tékkland – Slóvenía