[sam_zone id=1]

Tap í öðrum leik hjá strákunum

Strákarnir léku sinn annan leik í dag þegar þeir mættu Finnlandi en leiknum lauk með 3-0 sigri Finnlands.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirfarandi leikmönnum: Börkur Marinósson í uppspili, Valens Torfi Ingimundarson og Sölvi Páll Sigurpálsson á köntunum, Davíð Freyr Eiríksson og Sigurður Kristinsson á miðjunni, Gísli Marteinn Baldvinsson í díó og þá lék Dren Morina stöðu frelsingja.

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en bæði lið gerðu töluvert af mistökum. Undir miðja hrinu voru heimamenn komnir með 6 stiga forskot 17-11 en þá tók Ísland sitt annað leikhlé, illa gekk hjá strákunum að byggja upp góðar sóknir og höfðu því finnarnir lítið fyrir stigunum sínum. Öflugar uppgjafir hjá finnum skiluðu þeim svo 14 stiga sigri, 25-11.

Strákarnir áttu betri leik í upphafi hrinu tvö en það dugði skammt, heimamenn sóttu í sig veðrið þegar fór að líða á hrinuna og unnu hana að lokum 25-19. Strákarnir héldu vel í finnana í þriðju hrinu og var nokkuð jafnt til að byrja með, finnarnir sýndu svo styrk sinn og kláruðu hrinuna 25-14 og leikinn þar með 3-0.