[sam_zone id=1]

Tap hjá Tinnu Rut í Svíþjóð

Tinna og félagar hjá Lindesberg tóku um helgina á móti liði Sollentuna í sænsku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn voru Lindesberg á botninum án sigurs á meðan Sollentuna voru í fjórða sæti deildarinnar.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Lindesberg og lentu þeir fljótt á eftir í fyrstu hrinu, Sollentuna mættu af fullum krafti í leikinn og unnu fyrstu hrinuna 14-25.
Önnur hrinan var svipuð og sú fyrsta þar sem Sollentuna voru með yfirhöndina frá byrjun hrinunnar. Þær unnu einnig aðra hrinuna örugglega 17-25.
Þriðja hrinan var sú besta hjá Lindesberg og náðu þær að halda í við Sollentuna framan af, Sollentuna sýndu þó styrk sinn þegar leið á hrinuna og höfðu á endanum sigur 19-25 og unnu þar með leikinn 3-0.

Tinna Rut var sem fyrr í byrjunarliði Lindesberg og spilaði fyrstu tvær hrinur leiksins, en hún skoraði 1 stig í leiknum.

Lindesberg er því áfram í botnsæti deildarinnar og er enn að leita af sínum fyrsta sigri. Næsta tækifæri kemur laugardaginn næstkomandi en þá mætir liðið toppliði Hylte/Halmstad liði Jónu Guðlaugar.

Nánari tölfræði og stöðu í deildinni má finna hér.