[sam_zone id=1]

Tap gegn Danmörku í leik um bronsið

Íslensku stelpurnar léku um bronsverðlaun nú rétt í þessu gegn sterku liði Danmerkur. Ísland hafði fyrr um morgunin leikið gegn Færeyjum í leik til að komast í bronsleikinn á meðan Danmörk var að leika sinn fyrsta leik í dag. Það var því spurning hvort leikurinn í morgun myndi sitja eitthvað í okkar stúlkum.

Fyrsta hrina byrjaði ekki vel og virtist eins og okkar stúlkur væru ekki alveg tilbúnar í leikinn. Danir pressuðu okkar stúlkur vel með sterkum uppgjöfum og reyndist það okkur erfitt að skora stig í þessari hrinu. Hrinan endaði 25-9 fyrir Dani.
Önnur hrinan var mun betri hjá íslenska liðinu og var allt annað að sjá liðið bæði í vörn og sókn. Þær dönsku voru þó áfram fastar fyrir og þrátt fyrir hetjulega baráttu í hrinunni dugði það ekki til og vann Danmörk hrinuna 25-18.
Þriðja hrinan var jöfn framan af og virtist ætla að verða æsispennandi en um miðbik hrinunnar hrukku þær dönsku í gang og settu í næsta gír. Þetta virtist vera of mikið fyrir okkar stúlkur sem náðu ekki að halda í við þær dönsku og endaði hrinan 25-15 og leikurinn þar með 3-0 fyrir Danmörku sem vinna bronsverðlaun á mótinu.

Ísland endar því mótið í fjórða sæti sem er flottur árangur hjá stelpunum og ljóst að framtíðinn er björt í íslensku blaki.