[sam_zone id=1]

Strandblakið farið af stað

Eftirfarandi frétt var að koma inná heimasíðu Blaksambandsins en Strandblaksnefnd BLÍ gefur frá sér þessa frétt.

Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda um afléttingu samkomubanns þá hefur Strandblaksnefnd BLÍ  farið yfir forsendur þess að æfingar í strandblaki geti hafist og hvað strandblakarar verða að hafa í huga. Ákveðið hefur verið að leggja til að engar takmarkanir verði á iðkun strandblaks frá og með 4. maí og er eftirfarandi til grundvallar þeirri tillögu:

 • Strandblak er snertilaus íþrótt, þ.e. ekki er ætlast til að leikmenn snertist við iðkun
 • Strandblak er spilað í litlum, fámennum hópum
 • Snertifletir á milli hópa eru ekki til staðar, að því gefnu að hver hópur noti eigin bolta og láni ekki á milli hópa
 • Fjöldi iðkenda er fámennur á  hverjum æfingartíma. Samkvæmt tilmælum yfirvalda skal mest vera sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
 • Engin sameiginleg aðstaða þarf að vera til staðar fyrir iðkendur

Mikilvæg atriði sem skal fara eftir:

 • Virða tveggja metra reglu eins og kostur er.
 • Sleppa óþarfa snertingum, þ.e. handaböndum, ‘high-five’ o.þ.h.
 • Þvo hendur og spritta fyrir leik
 • Spritta bolta fyrir leik
 • Spila með að hámarki 4 leikmenn á hverjum velli
 • Nota skal eigin bolta og ekki má lána bolta á milli hópa
 • Huga skal vel að hreinlæti, handþvotti og notkun handspritts.

Til þess að við getum með öruggum hætti hafið æfingar í strandblaki og tryggt að æfingar geti haldið áfram er það á ábyrgð okkar allra að fara í einu og öllu eftir þeim tilmælum sem yfirvöld setja fram á hverjum tíma. Njótum þess að komast í sandinn á sama tíma og við tryggjum öryggi hvors annars.