[sam_zone id=1]

Staðan í Danmörku

Sex íslendingar leika í dönsku úrvalsdeildinni þetta tímabilið, Galdur Máni Davíðsson og Ævarr Freyr Birgisson hjá Marienlyst-Fortuna, Máni Matthíasson hjá Hvidovre VK og Elísabet Einarsdóttir, Matthildur Einarsdóttir og Sara Ósk Stefánsdóttir hjá DHV Odense.

Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Marienlyst-Fortuna þar sem þeir hafa unnið fyrstu fjóra leikina nokkuð þægilega. Þeir hafa einungis tapað einni hrinu hingað til, gegn VK Vestsjælland, en unnið Hvidovre VK, Nordenskov Ungdoms- og IF og Amager VK 3-0. Marienlyst-Fortuna eru á toppi deildarinnar eins og er, einu stigi á undan ASV Elite.

Hvidovre VK hafa hins vegar ekki fengið draumabyrjun á sínu tímabili þar sem þeir eru stigalausir eftir fyrstu fjóra leikina, en unnu þó sína fyrstu hrinu gegn DHV Odense síðastliðna helgi. Þeir hafa þó mætt nokkrum af sterkustu liðum deildarinnar hingað til og verður því spennandi að sjá hvernig þeim tekst til í næstu leikjum.

DHV Odense hafa sömuleiðis fengið erfiða byrjun á sínu tímabili þar sem þær mættu Holte IF og Brøndby VK í sínum fyrstu leikjum. Í gegnum tíðina hafa þessi tvö lið barist um alla titla sem í boði eru og er búist við því að svo verði aftur í ár. DHV hefur ekki tekist að ná í stig í fyrstu tveimur leikjunum, en vann þó sína fyrstu hrinu gegn Holte.