[sam_zone id=1]

Spenna í fyrsta leik Marienlyst í 8 liða úrslitum

Boldklubben Marienlyst, lið Galdurs Mána Davíðssonar og Ævarrs Freys Birgissonar, lék gegn ASV Elite í fyrsta leik 8 liða úrslita dönsku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Liðin mættust tvisvar í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrunum þannig að búist var við spennandi leik.

Marienlyst 2019-2020

Marienlyst mættu heldur betur vel til leiks og gekk allt upp í fyrstu hrinu. ASV tókst einungis að skora 7 stig í allri hrinunni og lauk henni með 25-11 sigri Marienlyst. Næstu hrinur voru töluvert jafnari og skiptust liðin á að vinna þær. ASV skoruðu fyrstu tvö stig oddahrinunnar en Marienlyst tóku forystuna stuttu eftir það og gáfu hana ekki eftir. Marienlyst unnu hrinuna 15-11 og leikinn þar með 3-2.

Marienlyst leiðir einvígið því 1-0 en tvo sigra þarf til að komast í undanúrslit. Liðið getur því tryggt sér sæti í undanúrslitunum með sigri á útivelli á sunnudaginn.

Bæði Galdur og Ævarr voru í byrjunarliði Marienlyst í leiknum og áttu báðir fínan leik.