[sam_zone id=1]

Spá fyrirliða og þjálfara: Úrvalsdeild kvenna

Tímabilið í úrvalsdeild kvenna hefst í kvöld með leik HK-Álftanes, einn leikur hefur þó farið fram en þá mættust Afturelding og HK í meistarakeppni BLÍ þar sem Afturelding hafði betur 3-0.
Við hér á blakfréttum ákváðum að hita aðeins upp fyrir tímabilið með því að fá fyrirliða og þjálfara til að spá í spilin fyrir okkur hvernig þeir haldi að tímabilið fari.

  1. Afturelding 70 stig
  2. KA  58 stig
  3. HK  57 stig
  4. Þróttur Fjarðarbyggð 40
  5. Þróttur R. 25 stig
  6. Völsungur 25 stig
  7. Álftanes  19 stig

Aftureldingu er spáð efsta sætinu í vetur og voru allir nema einn sammála um það, einnig telja fyrirliðar og þjálfarar að deildin skiptist aðeins og eru sömu þrjú lið og í fyrra spáð efri hlutanum. KA og HK verða að býtast um annað sætið og þar hefur KA betur með naumindum.
Þróttur Fjarðabyggð signir lygnan sjó um miðja deild og taka fjórða sætið. Þróttur R og nýliðar Völsungs fá svo jafn mörg stig í spánni en þar sem Þróttur R. eru sett hæst í þriðja sætið en Völsungur hæst fjórða sætið fær Þróttur R fimmta sætið í spánni.
Lestina reka síðan Álftanes og menn telja að þetta verði erfiður vetur fyrir Álftanes.

Veislan er að hefjast og verður gríðarlega gaman að fylgjast með tímabilinu og einnig að sjá hvort að menn hafi rétt fyrir sér í spánni.