[sam_zone id=1]

Spá fyrirliða og þjálfara: Úrvalsdeild karla

Tímabilið í úrvalsdeild karla hefst í kvöld með leik KA-Þróttur Fjarðabyggð, einn leikur hefur þó farið fram en þá mættust Afturelding og Hamar í meistarakeppni BLÍ þar sem Hamar hafði betur 3-0.
Við hér á blakfréttum ákváðum að hita aðeins upp fyrir tímabilið með því að fá fyrirliða og þjálfara til að spá í spilin fyrir okkur hvernig þeir haldi að tímabilið fari.

  1. Hamar 98 stig
  2. HK      82 stig
  3. Afturelding 68 stig
  4. KA       62 stig
  5. Vestri   54 stig
  6. Þróttur Fjarðabyggð 43 stig
  7. Fylkir    27 stig
  8. Þróttur Vogum 14 stig

Eins og sjá má á spánni þá er Hamri spáð titlinum í ár en þeir unnu einmitt þrefalt í fyrra og telja þjálfarar og fyrirliðar að þeir endurtaki leikinn en þeir fá fullt hús stiga í spánni þar sem allir settu þá í fyrsta sæti.
HK koma þar á eftir en menn hafa mesta trú á því að HK geti veitt Hamri einhverja samkeppni um titillinn.
Þar á eftir verður það síðan barátta um sæti í úrslitakeppni á milli þriggja liða Aftureldingar, KA og Vestra um sæti í topp fjórum en samkvæmt spánni verður það Vestri sem situr eftir.
Þróttur Fjarðabyggð eiga síðan eftir að sigla lygnan sjó um miðja deild en verða aldrei í alvöru baráttu ef spáin gengur eftir. Fylki og Þrótti Vogum er síðan spáð neðstu tveimur sætunum en það voru allir sem settu Þrótt V. í neðsta sætið og verður áhugavert að sjá hvort þeir geti afsannað þær spár í vetur.

Veislan er að hefjast og verður gríðarlega gaman að fylgjast með tímabilinu og einnig að sjá hvort að menn hafi rétt fyrir sér í spánni.