[sam_zone id=1]

Spá fyrir Mizunodeild kvenna

Blakfréttir fengu fyrirliða og þjálfara í deildunum til að spá fyrir um Mizunodeildirnar í ár og má sjá spá þeirra fyrir kvennadeildina hér að neðan.

  1. Afturelding 50 stig
  2. KA 42 stig
  3. Þróttur Nes. 29 stig
  4. HK 28 stig
  5. Álftanes 17 stig
  6. Þróttur R. 14 stig

Aftureldingu er spáð öruggum sigri í deildinni en þær fengu fullt hús stiga í spánni. KA sem veittu þeim mikla samkeppni í fyrra og urðu deildarmeistarar er spáð öðru sætinu nokkuð örugglega í ár og telja þjálfarar og fyrirliðar að það verði aftur tveggja liða barátta á toppnum.
Þróttur Nes og HK eiga síðan eftir að berjast um þriðja sætið og er það Þróttur Nes sem nær því naumlega skv. spánni.
Álftanes og Þróttur R. verma síðan botninn en Álftanes hafa verið í botnbaráttu síðust ár á meðan Þróttur R. áttu gott tímabil í fyrra en er ekki spáð góðu gengi í ár.