[sam_zone id=1]

Spá fyrir Mizunodeild karla

Blakfréttir fengu fyrirliða og þjálfara í deildunum til að spá fyrir um Mizunodeildirnar í ár og má sjá spá þeirra fyrir karladeildina hér að neðan.

  1. Hamar 111 stig
  2. HK 109 stig
  3. Afturelding 98 stig
  4. KA 95 stig
  5. Þróttur Nes. 72 stig
  6. Álftanes 70 stig
  7. Fylkir 41 stig
  8. Þróttur V. 32 stig
  9. Vestri 20 stig

Við hjá blakfréttum fengum fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir um veturinn. Nýliðum Hamars er spáð góðu gengi í vetur en þeir taka efsta sætið í spánni. Hamar hafa styrkt sig mikið í sumar og meðal annars fengið þrjá landsliðsmenn og tvo pólska leikmenn til liðs við sig.
HK koma þar rétt á eftir og eiga eftir að veita Hamar mikla samkeppni á toppnum skv. spánni.
Þar á eftir koma síðan Afturelding og KA og skera þessi fjögur lið sig aðeins frá hinum á toppnum í spánni.
Deildarmeistarar síðasta árs Þróttur N. verða í fimmta sæti í ár samkvæmt spánni og Álftanes verða einnig í neðri hlutanum.
Á botninum verða síðan nýliðar Fylkis og Þróttar V á meðan Vestri rekur lestina í ár skv. spánni.