[sam_zone id=1]

Smáþjóðaleikunum í Andorra 2021 frestað

Skipuleggjendur 19. Smáþjóðaleikanna sam halda átti í Andorra árið 2021 hafa ákveðið að fresta leikunum sökum Covid-19 faraldursins.

Ólympíunefnd Andorra virðist hafa tekið þessa ákvörðun í síðustu viku en ákvörðunin mun hafa verið tekin fyrst og fremst vegna áhrifa Covid 19 faraldursins á allt íþróttalíf í heiminum en þó einnig vegna þess að Ólympíuleikunum sem áttu að fara fram í Tokyo í ár hefur einnig verið frestað og var ákveðið að þeir færu fram sumarið 2021 og hitti það á sömu dagsetningu og Smáþjóðaleikarnir áttu að fara fram.

Smáþjóðirnar munu funda í Mai um nýja dagsetningu en yfirlýsinguna má sjá á heimasíðu Ólympíunefndar Andorra eða með því að smella hér.

Þetta er mikið reiðarslag fyrir Íslensku landsliðin en það er nokkuð ljóst að A landslið Íslands munu ekki hafa mörg verkefni á næstunni sé þetta raunin, en nú þegar hefur verið mikil óvissa með Evrópukeppni Smáþjóða og því ljóst að íslensku landsliðin fá ekki verkefni fyrr en á Smáþjóðaleikunum á Möltu 2023 nema önnur verkefni bjóðist liðunum.