[sam_zone id=1]

Sigur og tap í Svíþjóð

Það var spilað í sænsku úrvalsdeildinni um helgina og voru bæði Jóna Guðlaug og Tinna Rut í eldlínunni.
Fyrir umferðina var Hylte/Halmstad lið Jónu ósigrað á toppi deildarinnar á meðan Tinna og félagar sátu stigalausar á botninum.

Það var Tinna sem byrjaði umferðina en hún og liðsfélagar hennar héldu til Örebro og öttu þar kappi við heimakonur.
Örebro hefur verið í toppbaráttunni síðustu ár og kom gæðamunurinn á liðunum í ljós í leiknum. Örebro áttu ekki í miklum vandræðum og sigraði leikinn 3-0 (25-11, 25-22, 25-13).
Tinna Rut þó sem fyrr í byrjunarliði Lindesberg og lék allan leikinn, hún gerði sér einnig lítið fyrir og var stigahæsti leikmaður liðsins með 7 stig.

Jóna og félagar í Hylte/Halmstad léku svo um helgina gegn liði Lund, en fyrir leikinn var Hylte/Halmstad eins og áður segir ósigraðar á toppnum á meðan Lund var í næstneðsta sæti með einn sigurleik.
Það fór líka svo að Hylte/Halmstad sigraði leikinn nokkuð örugglega 3-0 (21-25, 21-25, 10-25).
Jóna Guðlaug var kominn í byrjunarlið Hylte/Halmstad en hún hefur verið að koma hægt og rólega inn í liðið eftir að hafa verið að jafna sig á meiðslum sem hafa verið að plaga hana. Hún spilaði tvær fyrstu hrinur leiksins og skoraði hún 7 stig í þeim áður en hún var hvíld í síðustu hrinunni.

Nánari upplýsingar má finna hér.