[sam_zone id=1]

Sigur gegn Færeyjum

Ísland vann í dag flottan sigur gegn Færeyjum og lýkur keppni á NEVZA í 5. sæti mótsins.

Íslensku drengirnir mættu Færeyjum í lokaleik sínum á mótinu í Rovaniemi en liðin léku um 5.-6. sætið. Þeir voru lengi í gang í leiknum og voru töluvert undir í fyrstu hrinunni. Henni lauk með 25-20 sigri Færeyja en eftir það vöknuðu íslensku drengirnir til lífsins. Þeir voru mun betri aðilinn í hrinunni en rétt mörðu hrinuna 24-26.

Nokkuð jafnt var framan af í þriðju hrinunni en á lokakaflanum var Ísland mun betri aðilinn og vann 17-25 sigur. Fjórða hrinan byrjaði svo mjög vel hjá drengjunum og þeir höfðu fljótlega nokkurra stiga forystu. Ísland náði ekki að stinga af en héldu þeim færeysku þó í öruggri fjarlægð. Ísland vann hrinuna 17-25 og leikinn þar með 1-3.

Drengirnir hafa því lokið keppni á mótinu og eru í 5. sæti af 6 liðum. Þeir áttu flotta leiki gegn liðum Svíþjóðar og Noregs auk þess að vinna sannfærandi gegn Færeyjum í dag. Íslensku stelpurnar eiga sinn síðasta leik um bronsið og hefst hann klukkan 11:30 á íslenskum tíma.