[sam_zone id=1]

Sigdís Lind Sigurðardóttir til KA

Kvennalið KA í blaki hefur borist mikill liðsstyrkur en Sigdís Lind Sigurðardóttir hefur skrifað undir hjá félaginu. Sigdís er 23 ára gömul og gengur til liðs við KA frá Kolding VK í Danmörku og ljóst að koma hennar mun styrkja KA liðið mikið en hún spilar miðju.

Þrátt fyrir ungan aldur þá hóf Sigdís meistaraflokksferil sinn með Aftureldingu árið 2014 og hefur brotið sér leið inn í A-landslið Íslands þar sem hún hefur leikið 5 landsleiki. Einnig hefur hún spilað með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

Frétt tekin af heimasíðu KA