[sam_zone id=1]

Sandkastalinn opnar á Viðarhöfða

Opnað hefur verið fyrir skráningu hjá Sandkastalanum þar sem hægt verður að stunda strandblak allt árið um kring.

Undanfarin ár hafa vinsældir strandblaks á Íslandi rokið upp og fjöldi valla orðinn töluverður á landinu. Þó var einungis hægt að æfa og spila strandblak örfáa mánuði ársins og vantaði því sárlega inniaðstöðu fyrir þá sem vildu spreyta sig utan sumartímans. Nú hefur Sandkastalinn á Viðarhöfða opnað fyrir skráningu en þar verður hægt að stunda ýmsar íþróttir í sandinum, allt árið um kring.

Fréttaritarar Blakfrétta fengu að skoða aðstöðuna í dag og prófa svæðið sem lítur afar vel út. Sandurinn er af bestu gerð og er aðstaðan til fyrirmyndar. Toyotavöllurinn, sá stærri af tveimur völlum í Sandkastalanum, er tilbúinn þrátt fyrir að einhverjar umbætur eigi eftir að gera völlinn enn betri og flottari fyrir iðkendur. Sandkassinn, sá minni af völlunum tveimur, verður svo klár innan skamms. Opnað verður fyrir æfingar þann 1. júlí næstkomandi.

Vellirnir tveir munu eflaust reynast vel og má nálgast skráningu með því að smella hér. Sandkastalinn er virkur á samfélagsmiðlum og má finna efni frá þeim hér að neðan :

Heimasíða Sandkastalans

Sandkastalinn á Facebook

Sandkastalinn á Instagram