[sam_zone id=1]

Rósa og Michelle leika með HK

Kvennalið HK samdi nýverið við tvo nýja leikmenn og léku þær báðar með liðinu í Ofurbikarnum um helgina.

Lið HK gerði sér lítið fyrir og vann Ofurbikari BLÍ 2020 eftir spennandi úrslitaleik við Aftureldingu. Með liðinu léku þær Rósa Dögg Ægisdóttir og Michelle Traini en þær höfðu félagaskipti yfir í HK í byrjun september. Rósa Dögg er 28 ára uppspilari og kemur frá Álftanesi þar sem hún hefur leikið síðan að liðið tók við af Stjörnunni. Rósa á einnig 30 leiki að baki með A-landsliði kvenna.

Michelle lék áður með Völsungi en hefur ekki verið með undanfarin tímabil. Hún er 23 ára gömul og leikur sem kantsmassari. Hún kemur með mikinn kraft inn í lið HK sem er nú með töluvert sterkari og breiðari hóp en á síðasta tímabili.