[sam_zone id=1]

Roberto Guarino í Fylki

Karlalið Fylkis heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í Mizunodeild karla en ítalinn Roberto Guarino er genginn í raðir Fylkis frá Hamri.

Roberto Guarino var spilandi þjálfari Hamars í 1.deild karla á síðasta tímabili en hefur nú gengið til liðs við Fylki sem taka þátt í Mizunodeild karla eftir nokkurra ára fjarveru. Roberto er öflugur miðjumaður en getur einnig leyst aðrar stöður en Roberto lék í neðri deildum á Ítalíu og í Costa Ríka áður en hann kom til Íslands. Roberto kemur án efa til með að styrkja lið Fylkis til muna.

Mizunodeild karla hefst þann 18. september með leik Álftaness og HK.