[sam_zone id=1]

Piotr Kempisty nýr þjálfari hjá Þrótti Vogum

Piotr Kempisty hefur verið ráðin þjálfari hjá Þrótti V. og mun hann stýra liðinu í vetur og einnig leika með þeim.

Piotr sem hefur verið á Íslandi síðan 2008 hefur gríðarlega reynslu og mun það klárlega nýtast nýliðum Þróttar V í vetur.
Piotr hóf ferilinn hér á Íslandi með KA þar sem hann spilaði í nokkur ár og vann hann alla titla sem í boði voru á tíma sínum þar. Hann ákvað svo fyrir nokkrum árum að skipta yfir til Aftureldingar þar sem hann hefur leikið með liðinu síðastliðinn ár ásamt því að þjálfa meistaraflokk karla og yngri flokka félagsins.

Það er ljóst að þetta er mikill fengur fyrir nýliðanna og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.