[sam_zone id=1]

Perugia unnu Warszawa í hörkuleik

Riðlakeppni Meistaradeildar karla hélt áfram í vikunni.

Riðlakeppnin er nú um það bil hálfnuð og eru nokkur lið nú þegar í mjög góðum málum í sínum riðlum. Perugia og Zaksa hafa unnið alla þrjá leiki sína og mikið þarf til að þau vinni ekki sína riðla. Úrslit vikunnar voru algjörlega eftir bókinni og Zenit Kazan náði í sinn fyrsta sigur í C-riðli. Á sama tíma tapaði Maaseik fyrir Jastrzebski svo að umferðin var fullkomin fyrir Kazan.

Lítil spenna var í flestum leikjum en aðeins einn þeirra fór í oddahrinu. Það var viðureign Novi Sad og Roeselare sem fór fram á heimavelli Serbanna. Þá vann Perugia lið Warszawa í stórleik D-riðils. Næsta umferð fer fram dagana 28.-30. janúar 2020 og er Meistaradeild karla því komin í frí vel fram yfir jól og áramót.

Úrslit vikunnar

A-riðill

Fenerbahce Istanbul 1-3 Cucine Lube Civitanova (15-25, 19-25, 25-20, 17-25). Wouter Ter Maat skoraði 13 stig fyrir Fenerbahce og Salvador Hidalgo Oliva bætti við 10 stigum. Yoandy Leal var stigahæstur hjá Lube með 15 stig og Robertlandy Simon skoraði 13 stig.

Trentino Itas 3-0 Jihostroj Ceske Budejovice (25-11, 25-16, 25-21). Luca Vettori var stigahæstur í liði Trentino með 16 stig og Klemen Cebulj bætti við 13 stigum. Petr Michalek skoraði 7 stig fyrir Ceske Budejovice en Martin Mechkarov og Filip Krestan skoruðu 6 stig hvor.

B-riðill

Berlin Recycling Volleys 1-3 Kuzbass Kemerovo (17-25, 23-25, 25-19, 19-25). Eitthvað vantar upp á tölfræðina fyrir lið Berlin en Anton Karpukhov skoraði 18 stig fyrir Kemerovo og Yaroslav Podlesnykh bætti við 17 stigum.

Fakel Novy Urengoy 3-1 ACH Volley Ljubljana (24-26, 25-20, 25-19, 25-16). Egor Kliuka skoraði 26 stig fyrir Fakel og Krisztian Padar bætti við 19 stigum. Bozidar Vucicevic skoraði 20 stig fyrir Ljubljana en Jan Pokersnik kom næstur með 14 stig.

C-riðill

Halkbank Ankara 1-3 Zenit Kazan (26-24, 23-25, 20-25, 22-25). Metin Toy skoraði 18 stig fyrir Ankara og Dmitrii Bahov skoraði 10 stig. Maxim Mikhailov var stigahæstur allra og skoraði 26 stig fyrir Kazan en Tsvetan Sokolov bætti við 21 stigi.

Jastrzebski Wegiel 3-0 Greenyard Maaseik (25-17, 25-20, 25-21). Dawid Konarski skoraði 14 stig fyrir Jastrzebski og Tomasz Fornal bætti við 11 stigum. Jelte Maan og Jonas Kvalen skoruðu 11 stig hvor fyrir Maaseik.

D-riðill

Verva Warszawa Orlen Paliwa 1-3 Sir Sicoma Monini Perugia (17-25, 25-23, 21-25, 24-26). Bartosz Kwolek skoraði 14 stig fyrir Warszawa og Patryk Niemiec bætti við 10 stigum. Wilfredo Leon var stigahæstur hjá Perugia með 25 stig og Oleh Plotnytskiy skoraði 16 stig.

Benfica Lisboa 1-3 Tours VB (20-25, 25-20, 22-25, 18-25). André Ryuma Oto Aleixo skoraði 11 stig fyrir Benfica og Raphael Thiago Oliveira skoraði 8 stig. Hermans Egleskalns var stigahæstur hjá Tours með 19 stig og Timo Tammemaa kom næstur með 18 stig.

E-riðill

VfB Friedrichshafen 0-3 Zaksa Kedzierzyn-Kozle (23-25, 22-25, 20-25). Nikola Gjorgiev skoraði 15 stig fyrir Friedrichshafen og Martti Juhkami skoraði 12 stig. Simone Parodi og Arpad Baroti skoruðu 16 stig hvor fyrir Zaksa.

Vojvodina Novi Sad 2-3 Knack Roeselare (21-25, 20-25, 25-22, 25-22, 12-15). Pavle Peric skoraði 23 stig fyrir Novi Sad og Aleksander Blagojevic skoraði 18 stig. Matthijs Verhanneman var stigahæstur hjá Roeselare með 23 stig og Andreas-Dimitrios Fragkos skoraði 21 stig.

Mynd fengin af heimasíðu CEV.