[sam_zone id=1]

Penninn á lofti í Hveragerði

Penninn hefur verið á lofti í Hveragerði síðustu vikur þar sem Hamar hefur verið að semja við lykilmenn síðasta tímabils.
Hamarsmenn stefna ótrauðir áfram eftir að hafa sigrað allar keppnir síðasta tímabils og eru þeir að vinna í því að safna liði fyrir næsta tímabil.

Fyrir viku síðan voru það tvíburarnir og heimamennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir ásamt Ragnari Inga Axelssyni sem skrifuðu undir samning við liðið um að leika með því á komandi tímabili. Allir voru þeir lykilmenn í liðinu á síðasta tímabili og voru Hafsteinn og Ragnar meðal annars valdir í lið ársins eftir síðasta tímabil.
Það styrkir lið Hamars mikið að halda þessum leikmönnum og ljóst að liðið ætlar sér aftur að gera atlögu að öllum titlum tímabilsins.