[sam_zone id=1]

Öruggur sigur Aftureldingar

Afturelding og Álftanes mættust í kvöld í Mosfellsbæ. Bæði lið höfðu farið vel af stað á tímabilinu en Afturelding var með fullt hús stiga á meðan Álftanes hafði unnið einn og tapað einum.

Það voru heimastúlkur í Aftureldingu sem að byrjuðu betur og náðu fljótt öruggri forystu og héldu þær henni alla hrinuna. Þær unnu að lokum öruggan sigur 25-15.
Önnur hrinan var öllu jafnari en sú fyrsta og sýndi Álftanes fínustu takta. Þær héldu ágætlega í við Aftureldingu í þessari hrinu, Afturelding sýndi samt styrk sinn og vann á endanum nokkuð þægilega 25-19.
Í þriðju hrinunni var mestur vindur farin úr Álftnesingum og unnu Afturelding mjög þægilegan og öruggan sigur 25-12.

Þær unnu því leikinn örugglega 3-0. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Thelma Dögg með 16 stig en María Rún gerði 14 hjá Álftanesi var Michelle Traini stigahæst með 7 stig.
Aftuelding jafnar því KA stúlkur á toppnum með 9 stig en bæði lið hafa unnið alla sína leiki, Álftanes er enn um miðja deild með 4 stig.