[sam_zone id=1]

Oddaleikur hjá Marienlyst

Boldklubben Marienlyst lék annan leikinn í 8 liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar á útivelli gegn ASV Elite á sunnudaginn. Galdur Máni Davíðsson og Ævarr Freyr Birgisson voru báðir í byrjunarliði í leiknum.

Marienlyst 2019-2020

Marienlyst unnu fyrsta leikinn 3-2 og með sigri í þessum leik hefðu þeir tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þeir byrjuðu hann þó illa og voru 13-18 undir í fyrstu hrinunni. Þeir skoruðu þá 6 stig í röð og enduðu á að vinna hrinuna, 25-22.

ASV mættu ákveðnir til leiks í aðra hrinuna og Marienlyst áttu fá svör við góðum leik þeirra. ASV völtuðu yfir gestina, 11-25 og jöfnuðu þar með leikinn.

ASV héldu áfram að leika vel og unnnu þriðju hrinuna 18-25 og voru 13-18 yfir í þeirri fjórðu áður en Marienlyst komust loks í gang aftur. Marienlyst jöfnuðu í stöðunni 19-19 og komust yfir í stöðunni 26-25. Þeim tókst þó ekki að vinna hrinuna og unnu ASV hana 28-30 eftir mikla spennu og leikinn þar með 1-3.

Staðan í einvíginu er því 1-1 en vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur liðanna er á fimmtudaginn klukkan 18:30 á íslenskum tíma.