[sam_zone id=1]

Nóg um að vera á blaðamannafundi BLÍ

Blaksamband Íslands hélt blaðamannafund í hádeginu þar sem fjöldinn allur af viðurkenningum var veittur, auk þess sem ýmislegt annað fór fram.

Dagskrá blaðamannafundarins var á þann hátt að í upphafi fundar væri undirritaður samningur BLÍ og Errea um samstarf næstu fjögur árin. Þá yrði dregið í 8-liða úrslit Kjörísbikarsins og tilkynnt um lið fyrri hluta tímabilsins í úrvalsdeildunum. Að lokum var svo komið að útnefningu blakmanns og blakkonu ársins 2021.

Kjörísbikarinn – 8-liða úrslit

Karlamegin

Vestri – Þróttur Vogum

HK – Þróttur Fjarðabyggð

Hamar – Fylkir

KA – Afturelding

Kvennamegin

Þróttur Reykjavík – KA

Völsungur – Afturelding

Keflavík – Álftanes

Þróttur Fjarðabyggð – HK

Lið fyrri hluta tímabils – Úrvalsdeild karla

Uppspilari: Damian Sapor (Hamar)

Díó: Hristiyan Dimitrov (HK)

Kantar: Wiktor Mielczarek (Hamar) og Carlos Eduardo Rangel Escobar (Vestri)

Miðjur: Hafsteinn Valdimarsson (Hamar) og Kristján Valdimarsson (Hamar)

Frelsingi: Ragnar Ingi Axelsson (Hamar)

Þjálfari: Massimo Pistoia (HK)

Lið fyrri hluta tímabils – Úrvalsdeild kvenna

Uppspilari: Luz Medina (Afturelding)

Díó: Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Kantar: Tea Andric (KA) og María Rún Karlsdóttir (Afturelding)

Miðjur: Maria Jimenez Gallego (Þróttur Fjarðabyggð) og Paula Miguel de Blaz (Þróttur Fjarðabyggð)

Frelsingi: Valdís Kapitola Þorvarðardóttir (KA)

Þjálfari: Gonzalo Garcia Rodriguez (Þróttur Fjarðabyggð)

Blakmaður ársins 2021 – Ragnar Ingi Axelsson

Ragnar Ingi átti frábært ár en á síðasta tímabili vann hann alla þá titla sem í boði voru með sterku liði Hamars. Hvergerðingar unnu alla leiki tímabilsins og hafa enn ekki tapað leik á yfirstandandi tímabili. Ragnar er frelsingi liðsins og stýrir móttöku og vörn í þessu sterka liði. Ragnar var jafnframt valinn besti frelsinginn á keppnistímabilinu 2020/21.

Blakkona ársins 2021 – Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir

Jóna Guðlaug leikur með Hylte/Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni en hún er jafnframt fyrirliði liðsins. Hún var valin í draumalið deildarinnar enda vann lið Hylte/Halmstad alla titla sem í boði voru. Það sem af er þessu tímabili er liðið jafnframt taplaust og hefur Jóna leikið stóran þátt í velgengni liðsins þessi tvö tímabil.