[sam_zone id=1]

Nánari upplýsingar um NEVZA U-19

Norðurlandamót U-19 landsliða hófst í morgun og hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um mótið.

Mótshaldarar hafa sett saman góða upplýsingasíðu sem má opna með því að smella hér. Á henni má nálgast streymi og beina lýsingu frá leikjum mótsins en þó þarf að greiða fyrir aðgang að streymisveitunni. Bæði lið spila tvo leiki í dag og lýkur kvennaliðið leik í riðlakeppninni þar sem að þeirra riðill samanstendur af þremur liðum en ekki fjórum líkt og hjá drengjunum.

Leikir Íslands – Föstudagur

U-19 karla

9:00 Finnland – Ísland

13:00 Ísland – Danmörk

U-19 kvenna

11:00 Ísland – Svíþjóð

15:00 Noregur – Ísland

Allir þessir tímar miðast við Ísland.