[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Vakifbank og Conegliano í úrslit

Seinni leikirnir í undanúrslitum meistaradeildar kvenna fóru fram í vikunni en þar voru það Conegliano og Busto Arsizio sem stóðu betur að vígi eftir fyrri leiki liðanna.

Í fyrri leiknum voru það ítölsku liðin Conegliano og Novara sem mættust á heimvelli Conegliano, Novara þurftu sigur í dag til að tryggja gullhrinu en þær töpuðu fyrri leik liðanna 3-0.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Novara þar sem heimakonur fóru mun betur af stað í leiknum. Þær voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og unnu fyrstu hrinuna 25-15.

Novara voru ákveðnar í næstu hrinu og ætluðu ekki að láta Conegliano valta yfir sig, þær börðust mun betur í næstu tveimur hrinum en því miður fyrir þær dugði það ekki til og unnu Conegliano næstu hrinur einnig 25-23 og 25-20 og þar með leikinn 3-0.
Sigurinn tryggir því liði Conegliano sæti í úrslitaleik meistaradeildarinnar og er þetta frábæra lið mjög sigurstranglegt í keppninni.

Í hinum leiknum mættust Busto Arsizio og Vakifbank Istanbul, Vakifbank hefur lengi verið eitt sterkasta lið evrópu og hefur t.d. farið fimm sinnum í úrslit keppninnar á síðustu sjö árum. Þær voru samt með bakið upp við vegg í leiknum í dag þar sem þær töpuðu fyrri leiknum á heimavelli gegn spræku liði Busto Arsizio 3-2.
Vakifbank byrjaði þó leikinn frábærlega og skoruðu þær níu fyrstu stigin í leiknum áður en Busto náði að svara fyrir sig. Vakifbank hélt þó bara áfram að auka forksot sitt og unnu þær fyrstu hrinuna 25-13.

Busto náði sér aldrei á strik í leiknum og voru Vakifbank mun betri á öllum sviðum leiksins, þær unnu næstu tvær hrinur báðar 25-15 og fóru því með öruggan 3-0 sigur af hólmi sem fleytir þeim áfram í úrslitaleikinn.

Úrslitaleikurinn fer fram í Verona 1. maí þar sem Conegliano og Vakifbank Istanbul munu mætast og verður forvitnilegt að sjá hvernig leikur þessara tveggja stórliða mun fara.

A. Carraro Imoco Conegliano – Igor Gorgonzola Novara 3-0 (25-15, 25-23, 25-20)
Stigahæstar: Adams McKenzie Conegliano 16 stig,  Chiara Bosetti Novara 10 stig

Unet e-work Busto Arsizio – Vakifbank Istanbul 0-3 (13-25, 15-25, 15-25)
Stigahæstar: Isabelle Haak Vakifbank 26 stig, Camilla Mingardi Busto 16 stig

Nánari tölfræði úr leikjunum má finna hér.