Riðlarnir í meistaradeild kvenna kláruðust í vikunni og er nú ljóst hvaða lið munu halda áfram í 8-liða úrslitin.

Í A-riðli voru það ítölsku liðin Scandicci og Busto Arsizio sem að fóru áfram en þetta var jafnasti riðillinn í keppninni en þessi tvö lið voru bæði með 4 sigra af 6 mögulegum.
Lokastaða
1. Scandicci
2. Busto Arsizio
3. Schwerin
4. Rzeszow
B-riðillinn kláraðist fyrir tveimur vikum en þar voru það Conegliano og Fenerbahce sem að fóru áfram.
1. Conegliano
2. Fenerbachce
3. Nantes
4. Kamnik
Í C- riðli var Vakifbank með mikla yfirburði og unnu alla sína leiki og töpuðu einungis 2 hrinum en þetta er 12 árið í röð sem að þær komast í upp úr riðlinum í meistaradeildinni. LKS Lodz voru svo óheppnar en einungis 3 bestu liðin í öðru sæti komast áfram en þær voru eina liðið sem vann 4 leiki í riðlakeppninni en komst ekki áfram.
1.Vakifbank
2. LKS Lodz
3.Mulhouse
4. Maritza Plovdiv
Í D- riðlinum fór Eczacibasi örugglega áfram en liðið vann alla sína leiki. Gamla stórveldið Dinamo Moskva vann síðan einungis 3 leiki í öðru sætinu og kemst því ekki áfram.
1.Eczacibasi
2. Dinamo Moskva
3. Stuttgart
4. Kalingrad
Í E-riðli voru það Novara og Chemik Police sem að fara áfram en Novara vann alla sína leiki á meðan Chemik Police tapaði einungis fyrir Novara.
1.Novara
2. Chemik Police
3. Dinamo Kazan
4. Olomouc
Það er því ljóst að af þessum 8 liðum sem eru komin áfram eru 7 frá Ítalíu og Tyrklandi en Pólverjar eiga svo síðasta fulltrúan.
Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu en dregið verður í 8-liða úrslitin þann 12. febrúar en leikirnir fara svo fram í lok febrúar og byrjun mars.