Það var leikið í tveimur riðlum í meistaradeil kvenna í vikunni. Það er eins fyrirkomulag hjá konunum og hjá körlunum en þau spila fyrri umferðina, þrjá leiki fyrir jól, og svo seinni umferðina eftir jól.

Í þessari viku var leikið í B og D riðli. Eczacibasi Vitra Istanbul og Conegliano frá Ítalíu standa best að vígi eftir fyrri umferðina en bæði lið unnu alla sína leiki,.Conegliano gerðu enn betur og unnu alla sína leiki 3-0 og líta vel út og eru klárlega eitt af líklegustu liðunum til að fara alla leið og vinna keppnina í ár.
Úrslit vikunar:
B-riðill
Fenerbahce Istanbul – Nantes 3-0
Calcit Kamnik – Conegliano 0-3
Nantes – Conegliano 0-3
Fenerbache Istanbul – Calcit Kamnik 3-1
Conegliano – Fenerbache Istanbul 3-0
Nantes – Calcit Kamnik 3-0
D-riðill
Dinamo Moskva – Kalingrad 3-2
Stuttgart – Eczacibasi Vitra 2-3
Kalingrad – Eczacibasi Vitra 0-3
Dinamo Moskva – Stuttgart 2-3
Eczacibasi Vitra – Dinamo Moskva 3-0
Kalingrad – Stuttgart 3-0
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig seinni umferðin fer en það er enn töluverð spenna í mörgum riðlum.