[sam_zone id=1]

Meistaradeild karla í lausu lofti

Mikil óvissa hefur ríkt í sambandi við 8-liða úrslit Meistaradeildar karla líkt og annarra keppna vegna kórónuveirunnar.

Þrjú ítölsk lið taka þátt í 8-liða úrslitunum í Meistaradeild karla en vegna kórónuveirunnar voru mikil vandræði í kringum viðureignir þeirra. Þar af átti viðureign Jastrzebski og Trentino að fara fram á hlutlausum velli í Slóveníu. Öllum leikjum ítalskra liða hefur hins vegar verið frestað um óákveðinn tíma.

Þar með var leik Perugia og Fakel einnig frestað en hann átti að fara fram á heimavelli Perugia. Lið Lube náði að ljúka sínu einvígi en var það af óvenjulegum ástæðum. Lube hafði unnið fyrri leik sinn gegn Knack Roeselare 3-0 og sendi Knack beiðni til CEV um að úrslit fyrri leiksins væru látin duga fyrir einvígið. Var það samþykkt af CEV og Lube.

Eitt einvígi fór fram með nokkuð eðlilegum hætti en þó var seinni leikur Kuzbass og Zaksa leikinn fyrir luktum dyrum. Zaksa vann fyrri leikinn 2-3 en Kuzbass vann þann seinni 1-3 og tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Úrslit vikunnar

Zaksa Kedzierzyn-Kozle 1-3 Kuzbass Kemerovo (25-21, 23-25, 18-25, 20-25). Arpad Baroti var stigahæstur í liði Zaksa með 15 stig en Aleksander Sliwka og David Smith skoruðu 13 stig hvor. Victor Poletaev átti stórleik í liði Kuzbass og skoraði 24 stig en næstur kom Evegeny Sivozhelez með 14 stig.