[sam_zone id=1]

Mateusz Klóska til liðs við HK

Mateusz Klóska mun leika með liði HK í Mizunodeild karla tímabilið 2020/21.

Mateusz hefur leikið með Vestra undanfarin ár en færir sig nú um set og gengur til liðs við HK. Á síðasta tímabili lék hann með Vestra í Mizunodeildinni og var þeirra öflugasti leikmaður. Í lok tímabilsins var hann valinn í lið ársins hjá BLÍ sem kantsmassari.

Mateusz kemur til með að hjálpa liði HK mikið og þá sérstaklega í sóknarleik liðsins. Valens Torfi Ingimundarson yfirgaf liðið í sumar og mun Mateusz að öllum líkindum koma inn í byrjunarliðið í hans stað.