[sam_zone id=1]

Mateusz Klóska er íþróttamaður Ísafjarðarbæjar

Ísafjarðarbær veitti í gær viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu 2019.

Blakdeild Vestra tilnefndi Mateusz Klóska til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar og hlaut hann nafnbótina við hátíðlega athöfn í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem blakari hlýtur nafnbótina en Mateusz hefur verið gríðarlega öflugur með nýliðum Vestra í Mizunodeild karla.

Mateusz lék áður með liðinu í Benectadeildinni og hefur verið besti leikmaður liðsins það sem af er fyrsta tímabili félagsins í efstu deild. Kári Eydal var jafnframt tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaðurinn en hlaut nafnbótina ekki að þessu sinni.