[sam_zone id=1]

Massimo Pistoia snýr aftur til HK

Blakdeild HK tilkynnti á vef félagsins að samningar hafi náðst við Massimo Pistoia og Emil Gunnarsson um þjálfun meistaraflokka félagsins.

Massimo þjálfaði karlalið HK árin 2016-2019 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2017. Sumarið 2019 samdi Massimo við stórlið Knack Roeselare í Belgíu en þar sinnti hann starfi aðstoðarþjálfara. Liðið komst alla leið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu áður en ákveðið var að flauta tímabilið af.

Auk þess að þjálfa meistaraflokk karla hjá HK mun Massimo aðstoða Emil Gunnarsson við þjálfun meistaraflokks kvenna og koma að þjálfun yngri flokka félagsins. HK hefur einnig gert nýjan samning við Emil og hann mun því þjálfa kvennaliðið áfram líkt og hann hefur gert undanfarin ár.

Stjórn HK þakkar Vladeslav Mandic, fráfarandi þjálfara karlaliðsins, fyrir gott samstarf og óskar honum góðs gengis.