[sam_zone id=1]

Máni semur við TV Bliesen

Máni Matthíasson hefur samið við TV Bliesen í Þýskalandi fyrir komandi tímabil.

Máni Matthíasson lék með BK Tromsø í Noregi undanfarin tvö tímabil en hann hélt út frá liði HK haustið 2018. Hann var aðaluppspilari Tromsø bæði tímabilin þar og þá hefur Máni verið aðaluppspilari íslenska karlalandsliðsins á undanförnum mótum.

Máni gerir eins árs samning við lið TV Bliesen sem leikur í næstefstu deild Þýskalands. Sú deild skiptist í suðurhluta og norðurhluta en lið Bliesen mun leika í suðurhluta deildarinnar ásamt 14 öðrum liðum. Eftir tvö góð ár í Noregi verður spennandi að sjá Mána spreyta sig í Þýskalandi og óska Blakfréttir honum góðs gengis.

Fréttatilkynningu liðsins má finna með því að smella hér.