[sam_zone id=1]

Lið ársins valin í Mizunodeildunum

Rétt í þessu voru lið ársins tilkynnt á blaðamannafundi BLÍ. Fjölmörg önnur verðlaun voru einnig veitt.

 

Blaðamannafundur BLÍ var haldinn Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en tilnefningar dagsins voru alls 49 talsins. Verðlaunahafar voru eftirfarandi:

Mizunodeild kvenna

Efnilegasti leikmaður – Sara Ósk Stefánsdóttir, HK

Besti leikmaður – Ana Maria Vidal Bouza, Þrótti Nes

Lið ársins :

Kantsmassarar – Helena Kristín Gunnarsdóttir, Þrótti Nes og Hjördís Eiríksdóttir, HK

Miðjumenn – Fjóla Rut Svavarsdóttir, Aftureldingu og Særún Birta Eiríksdóttir, Þrótti Nes

Uppspilari – Ana Maria Vidal Bouza, Þrótti Nes

Díó – Erla Rán Eiríksdóttir, Stjörnunni

Frelsingi – Kristina Apostolova, Aftureldingu

Þjálfari – Borja Gonzalez Vicente, Þrótti Nes

Lið ársins í kvennaflokki ásamt stigahæstu leikmönnum. Helga Gunnarsdóttir tók við verðlaunum fyrir Helenu, systur sína.

Stigahæstu leikmenn Mizunodeildar kvenna voru eftirfarandi :

Stigahæst í uppgjöfum var Jóna Björk Gunnarsdóttir, Völsungi

Stigahæst í sókn og einnig samtals var Erla Rán Eiríksdóttir, Stjörnunni

Stigahæst í hávörn var Fjóla Rut Svavarsdóttir, Aftureldingu

Mizunodeild karla

Efnilegasti leikmaður – Ólafur Örn Thoroddsen, Aftureldingu

Besti leikmaður – Filip Pawel Szewczyk, KA

Ólafur Örn Thoroddsen var valinn efnilegasti leikmaður Mizunodeildar karla.

Lið ársins :

Kantsmassarar – Quentin Moore, KA og Ævarr Freyr Birgisson, KA

Miðjumenn – Gary House, HK og Mason Casner, KA

Uppspilari – Filip Pawel Szewczyk, KA

Díó – Miguel Mateo Castrillo, Þrótti Nes

Frelsingi – Gunnar Pálmi Hannesson, KA

Þjálfari – Massimo Pistoia, HK

Stigahæstu leikmenn Mizunodeildar karla voru eftirfarandi :

Stigahæstur í uppgjöf var Matthew Gibson, Stjörnunni

Stigahæstur í hávörn var Gary House, HK

Stigahæstur í sókn og einnig samtals var Miguel Mateo Castrillo, Þrótti Nes

Einnig var besti dómari tímabilsins valinn og að þessu sinni var það Sævar Már Guðmundsson.